Samstaðan

2024

12. október 2024 frumsýndu Seyðfirðingar baráttumyndbandið “við drögum línu í sjóinn” á samstöðufundi í félagsheimilinu Herðubreið . Degi síðar sprakk ríkisstjórn Íslands.

Þetta myndband er unnið í aðdraganda kosninga til alþingis sem fram fara 30.nóvember 2024. Saga baráttunar og línan í sjóinn dreginn á fjölmennum samstöðufundi.

Tenging okkar við náttúruna skilgreinir ekki aðeins sögu okkar, heldur mótar hún líka framtíðina. Seyðisfjörður er ríkur af menningararfi, stórbrotinni náttúru og samfélagi sem lifir í töfrum fjarðarins á hverjum degi. Nú rísum við upp til að draga línu gegn hroka sjókvíaeldis fyrirtækja. Ef leyfi fyrir opnu fiskeldi er veitt í fallega firðinum okkar, mun hið óspillta land og arfur okkar skemmast til eilífðar.

Baráttan fyrir verndun Seyðisfjarðar er hluti af baráttunni fyrir því að vernda ósnortna náttúru um allan heim. Seyðfirðingar hafa barist fyrir vernd fjarðarins síðan 2020. Þá var félagið VÁ félag um vernd fjarðar stofnað með því markmiði að frelsa Seyðisfjörð frá sjókvíaeldi. 75% íbúa lýstu sig andvíga áformum um sjókvíaeldi samkvæmt könnun sveitarfélagsins 2023.

Baráttumyndbandið þar sem "línan var dreginn í sjóinn" var frumsýnd á samstöðufundi sem haldinn var 12. október 2024. Hér í þessu myndbandi er fundurinn sjálfur fléttaður inn í myndskeiðið.

In English: