Um félagasamtökin VÁ

P1030706.JPG

Stöfnskjöl og Samþykktir

1.gr. 

Félagið heitir VÁ!

2. gr. 

Tilgangur félagsins er að frelsa Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi hætti:

  • Að leita réttar íbúa gagnvart þeirri vá er blasir við ef áform einkafyrirtækis varðandi nýtingu fjarðarins til fiskeldis í sjó gangi eftir.

  • Að koma í veg fyrir ímyndarskaða gagnvart þeirri öflugu feraþjónustu sem starfrækt er í bænum.

  • Að koma í veg fyrir erfðablöndun við hinn íslenska laxastofn og þá mengun sem af slíkri starfsemi hlýst.

  • Að mótmæla því að einkafyrirtæki geti helgað sér svæði innan fjarðar án þess að íbúar fái rönd við reist.

  • Að standa fyrir fræðslu og upplýsingagjöf um málefnið hvar og hvenær sem því verður við komið og ástæða er til.

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að leita réttar bæjarbúa gagnvart úthlutun hafsvæðis fjarðarins m.a. með aðstoð löglærðra aðila og sérfræðinga í rétti íbúa gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Með því að safna saman gögnum, fá reynslusögur úr heimi laxeldis og sérfræðinga á sviðinu til samtals, halda fundi og að fræða fólk um starfsemi laxeldis í opnum sjókvíum verður þeim tilgangi náð. 

4. gr. 

Félagsaðild.  Allir þeir sem áhuga hafa á að fræðast um sjókvíaeldi og að leita réttar bæjarbúa gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum er frjálst að ganga í félagið.

5. gr. 

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. 

6. gr. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

  2. Skýrsla stjórnar lögð fram

  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

  4. Lagabreytingar

  5. Ákvörðun félagsgjalds

  6. Kosning stjórnar

  7. Önnur mál

7.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni og 2 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 3 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. 

8.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Engin félagsgjöld eru innheimt, félagið hyggst reka sig á frjálsum framlögum sem verður aflað í hópfjármögnun hverju sinni. 

9. gr. 

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar og eflingar leik- og grunnskóla á Seyðisfirði. 

10. gr. 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.   

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagasamtakanna VÁ!

Stjórnarmenn félagsins eru:

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,
Sigfinnur Mikaelsson,
Gíslína Hrefna Magnúsdóttir

 

Gakktu í félagið í dag