Skráðu þig í félagið hér

Tilgangur félagsins er að frelsa Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi hætti:

 
 

Að mótmæla því að einkafyrirtæki geti helgað sér svæði innan fjarðar án þess að íbúar fái rönd við reist.

 

Að leita réttar íbúa gagnvart þeirri vá er blasir við ef áform einkafyrirtækis varðandi nýtingu fjarðarins til fiskeldis í sjó gangi eftir.

 

Að koma í veg fyrir ímyndarskaða gagnvart þeirri öflugu feraþjónustu sem starfrækt er í bænum.

 

Að koma í veg fyrir erfðablöndun við hinn íslenska laxastofn og þá mengun sem af slíkri starfsemi hlýst.

 

Að standa fyrir fræðslu og upplýsingagjöf um málefnið hvar og hvenær sem því verður við komið og ástæða er til.