P1030722.JPG

Styrktu okkur

 

Einkafyrirtæki hefur eignað sér rétt til að setja niður 10.000 tonna fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði.

Samkvæmt frummatsskýrslu er ráðgert að koma því öllu fyrir í þröngum firðinum með tilheyrandi umhverfis og sjónmengun. 24 kvíar verða virkar í senn.

55% íbúa Seyðisfjarðar hafa mótmælt þessum áformunum formlega með undirskrift sinni til sveita-stjórnar Múlaþings og til Skipulagsstofnunar í formi athugasemdar við frummatsskýrslu.

Fyrirtækið hefur nú allar athugasemdir sem voru sendar inn til skoðunar og mun leggja fram matsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Alls voru sendar inn 151 athugasemd vegna eldis á Seyðisfirði.

VÁ félagasamtök voru stofnuð um verkefnið til þess að freista þess að rödd nærsamfélagsins fái vægi og til þess að vernda fjörðinn fyrir þeirri náttúruvá sem opið sjókvíaeldi er.

Baráttan hófst með því að fá lögfræðing til liðs við okkur. Grunnurinn að árangursríkri baráttu er að senda inn athugasemdir við frummatsskýrslu sem varpa ljósi á hliðar málsins þar sem galli er á henni í lögfræðilegu tilliti. Þessi útselda vinna er kostnaðarsöm og því er óskað eftir fjárhagsstuðningi með hópsöfnun.

Allir stofnfélagar vinna að verkefninu í sjálfboðavinnu en okkur vantar stuðning fyrir lögfræðikostnaði og öðrum kostnaði eins og við heimasíðu og við viðburði.

Það má finna allar athugasemdir unnar af lögfræðingi hér á síðunni og eins stofnskjöl félagsins og samþykktir. Þar segir m.a.a að öllum rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar og eflingar leik- og grunnskóla á Seyðisfirði

 

Ef þú vilt leggja okkur lið, styrktu okkur hér:

Af íslenskum reikning

Banki 0133 26 001921

Kennitala 610121 1600

Af erlendum reikningi

IBAN IS26 0133 2600 1921 6101 2116 00

SWIFT (BIC) NBIIISRE

Skráðu þig í félagið