Samstaðan
2025
David Attenborough sendir stuðning til Seyðisfjarðar
Í upphafi árs 2025 sendi VÁ! bréf til David Attenborough þar sem við sögðum honum frá baráttu okkar fyrir vernd Seyðisfjarðar. Við sendum með tvær myndir og tvö veggsjöld. Við báðum hann um stuðning ef hann gæti veitt hann á einhvern hátt. Hann sendi allt til baka með áritun. Frá þeim degi segjum við að andi heilags Davíðs fylgi okkur í þessari baráttu.
2024
Seyðfirðingar draga línu í sjóinn
Tenging okkar við náttúruna skilgreinir ekki aðeins sögu okkar, heldur mótar hún líka framtíðina. Seyðisfjörður er ríkur af menningararfi, stórbrotinni náttúru og samfélagi sem lifir í töfrum fjarðarins á hverjum degi. Nú rísum við upp til að draga línu gegn hroka sjókvíaeldis fyrirtækja. Ef leyfi fyrir opnu fiskeldi er veitt í fallega firðinum okkar, mun hið óspillta land og arfur okkar skemmast til eilífðar.
Baráttan fyrir verndun Seyðisfjarðar er hluti af baráttunni fyrir því að vernda ósnortna náttúru um allan heim. Seyðfirðingar hafa barist fyrir vernd fjarðarins síðan 2020. Þá var félagið VÁ félag um vernd fjarðar stofnað með því markmiði að frelsa Seyðisfjörð frá sjókvíaeldi. 75% íbúa lýstu sig andvíga áformum um sjókvíaeldi samkvæmt könnun sveitarfélagsins 2023.
2023
Seyðfirðingar segja NEI við sjókvíaeldi - samstöðufundur 13.júlí 2023
75% Seyðfirðinga eru andvíg fyrirhuguðu sjókvíaeldi í firðinum samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var snemma árs 2023 fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Leyfisumsókn ICE FISH FARM er í vinnslu hjá stofnunum ríkisins. Seyðfirðingar krefjast þess að á þá verði hlustað.
13. júlí 2023 á Seyðisfirði