Undirskriftalisti - Verndum Seyðisfjörð
Við undirrituð biðlum til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Löggjöf um sjókvíeldi og eftirlit með greininni er í molum. Um það erum við öll sammála og ný ríkisstjórn boðar úrbætur. Við þær aðstæður er fráleitt að úthluta nýjum leyfum. Um leið og áform um sjókvíaeldi var kynnt árið 2020, mótmæltu 55% Seyðfirðinga áformunum með undirskriftalista. Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75% Seyðfirðinga voru andvíg áformunum.
Á öllum stigum og með öllum leiðum hefur verið mótmælt en ekki verið hlustað! Svæðið sem á að leggja undir sjókvíaeldi er sameign þjóðarinnar. Skoðanakönnun framkvæmd í nóvember 2024 sýndi að 61% landsmanna eru neikvæð gagnvart áformunum en 16% jákvæð.
Forystufólk í nýrri ríkisstjórn lýsti í aðdraganda kosninga yfir vilja til að stöðva leyfisveitingaferlið en þegar myndun ríkisstjórnarinnar stóð yfir auglýsti MAST tillögu að leyfinu og setti þannig ferlið af stað. Gefst nú frestur til 20. janúar að skila inn athugasemdum.
uppfært 10.apríl 2025 höfðu 13022 skrifað undir þessa áskorun til stjórnvalda í gegnum island.is
