Verndum Seyðisfjörð - Verndum strenginn! Umsögn við breytingum á 86.grein laga um fjarskipti

Ég lýsi mig eindreginn stuðningsmann þess að netöryggi Íslands og Færeyja sé tryggt eins vel og mögulegt er. Ég geri kröfu um að eftirtaldar breytingar verði gerðar á  6. grein frumvarps til laga um breytingar á 86. grein fjarskiptalaga. 

Orðið einnig breytist í stranglega og að c liður bætist við. 

Á helgunarsvæði fjarskiptastrengja er stranglega bannað að staðsetja: 

a. botnfestingar fyrir sjókvíaeldi;

b. annan búnað sem er talinn líklegur til að raska öryggi fjarskiptastrengja.

c. Enga undanþágu er hægt að veita frá banni skv. lið a og b.


Vegna c. liðs þarf að fella út undanþáguheimildir ráðherra vegna botnfestinga og annars búnaðar í sömu grein. Slík heimild þjónar ekki almannahagsmunum, heldur skapar hættu á að sérhagsmunir fái afslátt og yfirráð yfir auðlindum hafsins sem við eigum að vernda í sameiningu. Undanþáguheimildarinnar er ekki þörf í briminu við Suðurströndina þar sem ÍRIS og DANICE koma að landi.

Ég hvet alþingi til að gæta innviða og almannahagsmuna umfram sérhagsmuni og samþykkja ekki fjarskiptalög, sem eru með óljósum undanþáguheimildum.


Virðingarfyllst,


[Fullt nafn]

[Kennitala]

[Dagsetning]

Next
Next

Undirskriftalisti - Verndum Seyðisfjörð